Kveikt á jólatrénu í Súðavík

Kveikt var á jólatrénu í Súðavík þ. 7. desember í blíðskaparveðri.  Matthias og Claudia buðu upp á heitt kakó og smákökur og jólasveinninn skaust í bæinn í smástund til að gleðja börnin sem kunnu vel að meta kæti og uppátæki hans.  Jólalögin voru sungin og gengið kringum jólatréð.

ljósmyndir