Á fundi sveitarstjórnar sl. vetur var ákveðið að fjárfesta í jarðgerðarvél (moltun) fyrir Súðavíkurhrepp, en vélin á að geta afkastað allt að 100 kg. á sólarhring. Keyptur var þurrgámur undir vélina og starfsemina og verður hún fyrst um sinn staðsett í gámnum norðan við húsnæði Björgunarsveitarinar Kofra á Langeyri. Uppleggið er að Súðavíkurhreppur sjái sjálfur um lífrænan úrgang sem fellur til í Súðavík. Næstu daga og vikur verður prófun á vélinni og verður lagt fyrir í skipulags-, bygginga-, umhverfis- og samgöngunefnd að útfæra frekar hvernig staðið verður að söfnun og móttöku lífræns úrgangs.
Þá liggur fyrir að samkvæmt ábendingu frá Umhverfis- og orkustofnun verði sveitarfélagið að standa skil á því að hafa aðgengilegar einingar í dreifbýli fyrir flokkaðan úrgang. Núverandi fyrirkomulag uppfyllir ekki þau skilyrði þannig að unnið er að úrlausnum.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.