Jólamarkaður í Bókasafninu

Jólamarkaður var haldin 17. desember í Bókasafninu í Kaupfélaginu í annað sinn nú á aðventunni.  Það var margt um manninn, gesti og gangandi, en börnin skemmtu sér konunglega við að gera piparkökuhús og  jólakortagerð.  Það kenndi ýmissa grasa á söluborðum og margur fór heim með góð kaup í poka.  Boðið var upp á heitt súkkulaði með rjóma, pylsur og svo var lifandi tónlist og jólalögin sungin.

 

ljósmyndir