Jólaguðsþjónusta í Súðavíkurkirkju

Jólaguðsþjónusta var haldin í Súðavíkurkirkju á öðrum degi jóla. Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir þjónaði fyrir altari - Jóngunnar Biering Margeirsson sá um hljóðfæraleik og Guðmundur Grétar Guðmundsson og Hulda Biering sungu jólasálmana með kirkjugestum. Í lok messunnar
söng Hulda Ave Maria við undirleik Jónsgunnars pabba síns. Meðhjálpari var Barði Ingibjartsson.
 
ljósmyndir og frétt Th Haukur