Jólaball Ungmennafélagsins Geisla

Hið árlega jólaball Ungmennafélagsins Geisla var haldið þann 27. desember í Félagsheimilinu í Súðavík.  Jólaballið var vel sótt og gengið var í kringum jólatréð og sungu börn og fullorðnir jólalögin hvert af öðru.  Í lokin komu svo tveir myndarlegir jólasveinar og skemmtu börnunum með látum og skemmtilegheitum sem þeim einum er lagið.

ljósmyndir og frétt Th.Haukur