Jólaball í Súðavík

Ungmennafélagið Geisli hélt jólaball þ. 27. desember af miklum sóma.  Fjölmennt var og jólasveinar komu og heimsóttu börnin með miklum látum og hurðaskellum eins og þeim er von og vísa.  Mikið var sungið og dansað kringum jólatréð og svo var boðið upp á hressingu að því loknu.

 ljósmyndir Bragi Þ. Thoroddsen og Th. Haukur