Íþróttakappi í Súðavík

Friðrik Sigurðsson (Iddi) skrapp á landsmót UMFÍ í Borgarnesi um helgina og hélt upp merki U.M.F. Geisla. Iddi keppti þar m.a. í sundi, hlaupum og stígvélakasti. 

Niðurstaðan var sú að Iddi vann ein gullverðlaun, 3 silfur og eitt brons fyrir sínar keppnisgreinar. Tökum okkur Idda til fyrirmyndar, enda hægt að halda sér í formi og keppa eftir þrítugt með góðum árangri (Iddi er liðlega þrítugur í anda). Iddi er þar með kominn langleiðina í það að eiga inni tilnefningu sem íþróttamaður ársins í Súðavíkurhreppi.

Sjá einnig frétt á bb.is Við óskum Idda til hamingju með góðan árangur og hvetjum hann til dáða áfram.