Kæru íbúar Súðavíkurhrepps.
Fyrir hönd sveitarstjórnar vil ég minna á íbúafund um málefni sveitarfélagsins sem haldinn verður laugardaginn 29.11.2025.
Fundurinn hefst kl. 13:00 í húsnæði Súðavíkurskóla.
Þrjú erindi verða í byrjun fundar: Íslenska kalkþörungafélagið, Háafell og Blámi verða með framsögu eða kynningar á starfsemi og verkefnum tengdum Súðavíkurhreppi.
Að loknum kynningum verður pallborð með þeim fyrir spurningar.
Kaffihlé verður um kl. 14:10.
Eftir kaffihlé verða umræður um sameiningar sveitarfélaga og mun Gylfi Ólafsson hafa framsögu og boðið upp á umræður á eftir. Þá verða umræður um framtíð og nútíð Súðavíkurhrepps og fyrirspurnir.
Áætlað er að fundi verði slitið um kl 15:30.
Boðið verður upp á barnagæslu á staðnum.
Fyrir hönd Súðavíkurhrepps og sveitarstjórnar,
Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri