Hvalreki á Súðavíkurhlíð

Fékk ábendingu um hvalreka á Súðavíkurhlíð. Um er að ræða grindhval sem liggur í fjöruborðinu við farveg 21 (rétt við merkið) á hlíðinni, rétt utan við grjóthrunsmerki Vegagerðarinnar.

Búið að gera viðeigandi stjórnvöldum og stofnunum viðvart og kemur í ljós hvað verður um hann. Landhelgisgæslan er um þessar mundir í stórræðum í Árneshreppi á Ströndum að fjarlægja um 50 hræ af sömu tegund, sjá frétt á mbl.is. Gæti verið hluti af þeirri vöðu. Hræið er enn heillegt fyrir áhugasama, en hægt er að sjá hvalinn frá vegkantinum. Örlög hans munu því líkast til ráðast í dag, hvort honum verður fargað eða skilinn eftir þar sem hann liggur.