Hringferð Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn verður á hringferð sinni staddur í Grundarstræti laugardaginn 22. apríl 2023. Samkvæmt dagskrá verður hópurinn hér í Súðavík um kl. 10:30 og fundartími áætlaður um ein klukkustund. Það er tækifæri til þess að hitta þingflokkinn og ræða þau málefni sem brenna á íbúum Súðavíkurhrepps, hvort heldur það eru samgöngu- og raforkumál eða bara hvaðeina annað sem þið teljið rétt að ræða við þennan hóp. 

Við verðum með léttar veitingar í Grundarstræti - bókasafnshlutanum á 1. hæð. 

Hringferð þingflokks heldur áfram | Sjálfstæðisflokkurinn (xd.is)