Götur sópaðar í Súðavík

Mynd bb.is

Götusópur frá Ísafjarðarbæ verður á ferðinni á morgun 10. júní í Súðavík. Íbúar eru hvattir til að hafa bíla í stæðum og sem minnst staðsetta á götum Súðavíkurþorps. Þar sem framkvæmdir eru við lagningu ljósleiðara mun verða frekar óhægt um vik að hreinsa gangstéttar á þeim stöðum sem vinna stendur yfir.

Vinsamlegast takið tillit svo unnt sé að sópa sem best í ykkar götum.