Fyrirkomulag refaveiða ofl.

Súðavíkurhreppur vill vekja athygli á eftirfarandi varðandi fyrirkomulags við grenjavinnslu:

Veiðar á refum-, minkum og vargfugli í Súðavíkurhreppi eru á forræði verktaka sem sinnir þeim málaflokki fyrir Súðavíkurhrepp.

Grenjavinnsla og refaveiðar eru aðeins heimilar verktaka í Súðavíkurhreppi tímabilið 1. maí til 31. júlí og landeigendum eftir atvikum í þeim tilvikum sem lög leyfa eða vegna veiða við æðarvörp og veiðiár eða vegna mættu sem stafar að búfé eða alifuglum. Súðavíkurhreppur greiðir ekki fyrir minka eða vegna veiða á ref utan framangreinds tímabils.

Veiðar á hlaupadýrum eða mink eru á ábyrgð þeirra sem það stunda yfir þá mánuði sem slíkar veiðar eru heimilar. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag er hægt að nálgast hjá skrifstofu Súðavíkurhrepps.