Fundur með starfsfólki RKÍ

RKÍ verður með fund í bókasafninu í Grundarstræti kl. 14:00 á morgun, fimmtudaginn 8. febrúar.
Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna frá RKÍ verður þar ásamt fleirum til þess að kynna starfið og freista þess að efla RKÍ í Súðavík.
Tekin var ákvörðun á fundi 2023 að leggja að óbreyttu niður RKÍ deildina hér, en sjálfboðaliðar hafa komið að því að aðstoða m.a. þegar Súðavíkurhlíðin lokast og opna þarf fjöldahjálparmiðstöð.
Hvet ykkur öll, sem áhuga hafið á og málið varðar, að mæta til fundarins og ræða við fulltrúa stjórnar RKÍ.
Fundurinn hefst, sem fyrr segir kl. 14:00 í Grundarstræti. Geri ráð fyrir veitingum og vonandi góðri mætingu.
Undanfarið höfum við staðið frami fyrir því að þurfa að koma fólki í hús vegna lokana á hlíðinni, en starfið felur fleira í sér s.s. aðstoð þegar almannavarnaástand kemur upp.