Framkvæmdir við Súðavíkurhöfn

Nú fer framkvæmdum að mestu að ljúka við Súðavíkurhöfn. Búið er að leggja slitlag yfir veginn um hafnartangann, en vatnslögn var grafin niður meðfram veginum. 

Súðavíkurhreppur þakkar fyrir þolinmæðina þar sem þetta hefur haft óþægindi í för með sér fyrir þá sem nota aðstöðuna. Þetta er þó allt gert í því skyni að bæta aðstöðu og auka tekjur hafnarinnar. Unnt er að tengja sóttvarnareiningar Háafells sem munu vera aðskildar fyrir óskyld eldissvæði. Háafell mun svo loka af þeim einingum og setja upp síló sem ætlað er undir úrgang og leigja aðstöðuna undir einingarnar. 

Bílastæðamál við höfnina voru orðið vandamál, þar sem allir leggja sem næst því plássi sem þeir eru að nota. Allt að 20 bílum hefur verið lagt víðs vegar um suðurgarð hafnarinnar (tangann) með tilheyrandi vandræðum fyrir alla og ekki síst hindrar það ástand umferð björgunaraðila og slökkviliðs ef á þarf að halda. Eins og ástandið var í vor og fram á sumar hefð ekki verið mögulegt að koma að stærri bílum að hafnarkanti við suðurgarðinn né hefði slökkvilið getað athafnað sig ef eitthvað bregður útaf. Bílastæði við Aðalgötu er ætlað hafnasækinni starfsemi og þeim sem þar eiga erindi og rúmar stæðið 20 bíla auk þess sem hægt er að leggja við hliðina á því. Leist hefur verið úr eignarhaldi landsins undir bílastæði og verður snyrtilega gengið frá því og er langt komið. 

Aðstaðan verður til muna betri, en lagt hefur verið vatn og rafmagn í tangann svo unnt er að bæta enn frekar, s.s. með rennandi vatn við allar einingar við suðurgarð hafnarinnar. Þá hafa bjargir við höfnina verið endurskoðaðar, nýir bjarghringir og net verið sett upp á viðeigandi stöðum. 

Bragi Þór Thoroddsen - sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.