Framkvæmdir við Langeyri

Nú er verið að ljúka við gerð fyrirstöðugarðsins við Langeyri. Samkvæmt fréttum af isafjordur.is mun uppdæling í Skutulsfirði hefjast um miðja næstu viku. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær dælt verður upp í landfyllingu við Langeyrina en það styttist verulega í það, verkefnið er því óðum að taka á sig mynd. Fyrirstöðugarðurinn er svona ljómandi fallegur og sómir sér vel þar sem hann er staðsettur. Meðfylgjandi mynd tók Thorsteinn Haukur Thorsteinsson þann 17.10.2022.