Flokkstjóri vinnuskólans 2021

Súðavíkurhreppur auglýsir eftir flokkstjóra fyrir vinnuskólann í Súðavík í sumar. Æskilegt er að viðkomandi sé 18 ára eða eldri, hafi bílpróf og eigi gott með að vinna með börnum.

Í starfinu felst að hafa umsjón með vinnuskólanum, leiðbeina um þau störf sem vinnuskólinn innir af hendi og vera þeim fyrirmynd sem hann sækja.

Vinnuskólinn stendur yfir frá byrjun júní fram í miðjan ágúst.  

Til greina kemur að ráða tvo einstaklinga til að fara með vinnuskólann, en umsjónarmaður fasteigna er næsti yfirmaður flokkstjóra. Laun taka mið af kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga og launakjörum Súðavíkurhrepps.  

Umsóknarfrestur er til 21. maí 2021.

Nánari upplýsingar um starfið fást á skrifstofu Súðavíkurhrepps í síma 456-5900 eða í tp. sudavik@sudavik.is