Féló kirkjan og sjálfsvarnar-og styrkingarnámskeið hefjast á ný

Dphoto225smaller 1

Féló kirkjan og sjálfsvarnar-og styrkingarnámskeið veturinn 2021-2022 fóru af stað í s.l.viku og nú á sunnudaginn. 100% mæting var á sjálfsvarnarnámskeiðið í dag.  Hópurinn var styrktur fjárhagslega s.l. vetur og renna þeir peningar nú til kaupa á búnaði fyrir þátttakendur sem gerir okkur kleift að fá meiri breidd í æfingarnar.  Við færum hlutaðeigandi okkar kærustu þakkir fyrir hjálpina.  Féló kirkjan verður fræðandi í vetur því við ætlum að m.a. að horfa á fræðslumyndir um ýmis málefni og ræða síðan saman um þær eftirá.  Súðavíkurkirkja styrkti okkur til kaupa á sýningartjaldi og við notum síðan myndvavarpa og tölvu.  Þetta er frábær hópur sem kemur saman og við eigum dýrmæta samveru og sköpum góðar minningar.  Einnig viljum við færa Súðavíkurhreppi bestur þakkir fyrir að styðja við bakið á námskeiðinu.