Félagsstarf Súðavíkurkirkju

Þann 5. september s.l. hófst félagsstarf barna og unglinga í Súðavíkurkirkju eftir sumarfríið.  Mæting var mjög góð á þessa fyrstu stund.  Ákveðið var með hópnum að hittast klukkan 3 á laugardögum í vetur þannig að allir geti mætt.  Aldursbil er frá 10 ára til 17 ára og koma þau frá Írak, Portúgal og Íslandi.  Stundirnar eru fræðandi og skemmtilegar og svo er líka sungið og lögin eru úr öllum áttum.  S.l. vetur var nokkuð með breyttu sniði eins og gefur að skilja ekki síst vegna Covid 19 og slæmu veðri frá áramótum.  Í vor var starfið flutt á rafrænan miðil í 5 vikur og tókst það með eindæmum vel.  

Félagstarf kikrjunnar