Flotbryggja til sölu.

Gamla flotbryggjan úr Súðavíkurhöfn er til sölu. Flotbryggjan er skemmd eftir óveður í september 2021 og selst í því ástandi sem hún er. Hægt er að skoða hana þar sem hún stendur við höfnina í Súðavík, við hliðina á frystihúsinu (gamla Frosta). Tvær til þrjár einingar (mis stórar) eru nýtilegar, en amk 2 eru mikið skemmdar. Heildarlengd er 40 m, en einingarnar eru misstórar. Sjá meðfylgjandi myndir.

Ósakað er eftir tilboðum í hluta eininga eða bryggjuna í heild. Hægt er að hafa samband við skrifstofu Súðavíkurhrepps fyrir nánari upplýsingar - Guðrún hafnarvörður s. 863 1019 og Bragi Þór hafnarstjóri s. 868 9272.