Dýralæknir verður í Súðavík 23. nóvember 2023

Ágætu hunda-, katta- og gæludýraeigendur. 

Árleg hunda- og kattahreinsun verður fimmtudaginn 23. nóvember 2023. Helga dýralæknir verður í Súðavík og verður með aðstöðu á Langeyri í áhaldahúsi Súðavíkurhrepps. Opið verður milli 13:00 og 17:00, en samkvæmt meðfylgjandi auglýsingu eru eigendur hvattir til þess að panta tíma fyrirfram. Einnig er hægt að fá skoðun fyrir gæludýrin.