Dýpkun Súðavíkurhafnar

Höfnin 1Höfnin 2Höfnin 3
Vegagerðin stendur að dýpkun hafnarinnar. Dýpkunarskipið Pétur Mikli var sendur til okkar, búinn að vera á leiðinni í rúmt ár. Hann tekur við verkinu þar sem Dísan réð ekki við kornastærðina og langarma grafan úr Bolungarvík náði aðeins rétt að klóra í hafnarbakkann. Efnið er flutt inn að varpstað inn við Langeyri, á sömu slóðir og landfylling verður sett vegna uppbyggingar verksmiðjulóðar. Ófremdar ástand hefur verið í Súðavíkurhöfninni þar sem viðlegukantur við norðurgarðinn hefur verið ónothæfur til langs tíma þar sem svo mikið efni hefur safnast þar fyrir og fjara var komin við enda hafnarinnar. Þar sem dýpi var lítið hindrar það innsiglingu skipa sem hafa ætlað að leggjast að bryggju. Togskipð Tindur ÍS tók niðri við norðurgarðinn á dögunum þannig að ljóst er að höfnin hefur verið orðin ónothæf.