Byggðakvóti - Súðavíkurhreppur 2023-2024

Fiskistofa hefur opnað á umsóknir um byggðakvóta Súðavíkurh fyrir fiskveiðiárið 2023/2024. 

Þeim sem hafa gilt leyfi til veiða í atvinnuskyni og uppfylla önnur ákvæði reglugerðar m.t.t. sérregla Súðavíkurhrepps varðandi skráða heimahöfn ofl. gefst kostur að sækja um byggðakvóta út frá þeim viðmiðunarflokkun sem fá úthlutun.

Flokkarnir eru eftirfarandi:

a. frístundaveiðibátar - heildarúthlutun 65 þorskígildistonn

b. krókaflamarksbátar - heildarúthlutun 40 þorskígildistonn

c. aflamarksskip yfir 100 brúttórúmlestir - heildarúthlutun 30 þorskígildistonn

Löndunarskylda er við Súðavíkurhöfn en vinnsluskylda er óháð staðsetningu. 

Nánari upplýsingar er að finna á vef Fiskistofu og sérreglur Súðavíkurhrepps er að finna á vef stjórnartíðinda.