Aukafundur sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps 2018-2022

Aukafundur sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps 2018-2022 verður haldinn föstudaginn 27. nóvember 2020 kl. 8:30.

Fundurinn verður í fundarsalnum Álftaveri - Grundarstræti, en jafnframt í fjarfundi. Vegna samkomutakmarkana og sóttvarna verður unnt að nýta fjarfundabúnað og fundarmönnum í sjálfsvald sett hvort þeir mæta í Álftaver eða nýti fjarfundarbúnað svo sem heimilt er með vísan til bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tilkynnti framlengingu bráðabirgðaákvæðis frá og með 3. nóvember 2020 sem gildir til 10. mars 2021. Sjá hér stjórnartíðindi.

Dagskrá fundar er eftirfarandi:

  1. Skýrsla sveitarstjóra.
  2. Frá nefndasviði alþingis – umsagnarmál.
  3. Fundargerðir nefnda og félaga.
  4. Lögfræðiálit vegna kalkþörungaverkefnis.
  5. Súðavíkurhreppur - starfsár 2021.
  6. Sorpmál í Súðavíkurhreppi.

Fundur er lokaður varðandi umfjöllun um liði 4 - 6 með vísan til 16. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bragi Þór Thoroddsen - sveitarstjóri Súðavíkurhrepps