Auglýsing um skipulagsmál í Súðavíkurhreppi

Tillagan felur í sér að útbúa tvær lóðir, lóð A er 5,8 ha að stærð og lóð B er 0,85 ha og tvö framkvæmdasvæði C og D. Á lóð A er heimilt að reisa allt að 200 m² þjónustuhús með svefnaðstöðu auk geymslna og tækjabúnaðar. Innan byggingarreits er heimilt að reisa lítið baðhús með kaldri laug. Heimilt er að setja upp litla vindmyllu á þak hússins eða á hentugum stað innan efra skipulagssvæðisins. Á lóð B er heimilt að reisa allt að 40 m² geymsluskúr.  Á neðra skipulagssvæðinu er afmarkaðir tveir framkvæmdareitir, vegna óvissu um hentuga staðsetningu bryggju m.t.t. lendingar og hugsanlegra fornminja. Innan reits C er heimilt að reisa litla bryggju með lausri uppdraganlegri framlengingu. Finnist ekki hentugur staður fyrir bryggju innan reits C færast allar heimildir af honum yfir á reit D.

Tillagan  liggur frammi á skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, Súðavík og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Hafnarstræti 1, Ísafirði, frá 26. ágúst til 7. október 2020 á venjulegum skrifstofutíma og á heimasíðu Súðavíkurhrepps www.sudavik.is.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og  berast skipulagsfulltrúa Súðavíkurhrepps  í síðasta lagi 7. október 2020 á skrifstofu Súðavíkurhrepps,  Grundarstræti 3, 420 Súðavík eða á netfangið sudavik@sudavik.is

Nálgast má skipulagsskjöl hér:

Uppdráttur

Deiliskipulagstillaga - Vébjarnarstaðir í Folafæti í Súðarvíkurhreppi 14. maí 2020

 

Jóhann Birkir Helgason

skipulags- og byggingarfulltrúi Súðavíkurhrepps