Auglýsing um kjörfund í Súðavíkurhreppi vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022

Kosið verður til sveitarstjórnar í Súðavíkurhreppi þann 14. maí 2022. Tvær kjördeildir verða í Súðavíkurhreppi og eru kjörstaðir í Súðavíkurskóla og Heydal eftir kjörskrá.

Kjörfundir verða sem hér segir:

  • Súðavíkurskóli frá 10:00 til 18:00.
  • Heydalur frá 10:00 til 16:00.

Einnig er hægt að kjósa utan kjörstaðar hjá Sýslumanninum á Ísafirði til kl. 17:00 á kjördegi.

Framvísa skal sannreynanlegum skilríkjum á kjörstað s.s. vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini.

Kosningar verða óhlutbundnar og eru allir á kjörskrá í kjöri og kjörgengir þar sem enginn framboðslisti barst kjörstjórn fyrir kl. 12:00 á hádegi 36 dögum fyrir kosningar. Þeir sem hafa skorast á löglegan hátt undan kjöri eru merktir sérstaklega í kjörskrá. Kjósa skal fimm aðalfulltrúa og fimm til vara og setja fulltrúa í þá röð sem þeir eiga að raðast í sveitarstjórn. Skrifa skal nafn fulltrúa og aðsetur á kjörseðil.

Kjörskrá liggur frami á skrifstofu Súðavíkurhrepps, á jarðhæð í Grundarstræti, í Súðavíkurskóla og í Heydal. Kjörskrá mun liggja frammi á kjörstöðum á kjördegi.

Yfirkjörstjórn Súðavíkurhrepps

Lilja Ósk Þórisdóttir

Kristján Kristjánsson

Salbjörg Sigurðardóttir