Appelsínugul veðurviðvörun

Á stuttum tíma er komin inn önnur appelsínugul veðurviðvörun fyrir Vestfirði. Sjá má meira um þetta á vef mbl.is og vef Veðurstofunnar á vedur.is

Síðasta viðvörun fór framhjá flestum í hreppnum, enda var veður hér ekkert á þeim skala sem kallar á viðvörun. Veðurkort og spár gera þó ráð fyrir meiri ofankomu með þeirri viðvörun sem tekur gildi kl. 06 á morgun, fimmtudaginn 21. mars 2024. Gera má ráð fyrir samgöngutruflunum á aðliggjandi fjallvegum og væntanlega Súðavíkurhlíð ef úrkoma nær því sem spár segja til um.