Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Piff var haldin á Ísafirði í fimmta sinn dagana 9. - 12. október 2025. Sýningar voru í Súðavík í þriðja sinn sem hluti af hátíðinni dagana 10. og 11. október. Á föstudagskvöldinu voru sýndar sex frábærar stuttmyndir og komu leikstjóri og handritshöfundur pólsku myndinnar - Take me to her - þau Bartlomiej Blaszczynski og Katarzyna Blaszczynska og sátu fyrir svörum. Einnig kom leikstjóri og animator myndarinnar Robert Leo, Silja Saarepuu og sagði okkur frá sinni mynd. Að lokum kom leikkona myndarinnar Last summer, Elísa Gyrðisdóttir og sagði okkur frá myndinni og samstarfi sínu með Arnari Jónssyni leikara. Sýningar voru vel sóttar og var um einstakan menningarviðburð að ræða. Við þökkum kærlega fyrir að vera hluti af Piff 2025.
ljósmyndir og frétt Th. Haukur
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.