Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018-2030. Aðalskipulagsbreyting – tillaga á vinnslustigi – kynning

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér sér drög að breytingu á aðalskipulagi skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð.

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018 - 2030. Breyting á iðnaðarsvæði innan Langeyrar og íbúðarbyggð neðan Aðalgötu.

Samkvæmt tillögunni er markmið aðalskipulagsbreytingarinnar tvíþætt. Annars vegar að stækka iðnaðarsvæði innan við Langeyri og skapa þannig rými fyrir hráefnisþrær vegna vinnslu kalkþörungasets. Hráefnisþrónum er ætlað að hindra að set berist til sjávar. Hins vegar er gert ráð fyrir að breyta svæði fyrir þjónustustofnanir neðan Aðalgötu, við Ákabúð, í íbúðarbyggð.

Opið hús verður í fundarsal Grundarstræti 1, Súðavík, þriðjudaginn 22. febrúar n.k.  kl. 16:00 - 18:00.

Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa, Grundarstræti 1, 420 Súðavík eða á netfangið jbh@verkis.is  til og með 2. mars 2022.

Hægt er að nálgast tillögurnar hér aðalskipulagsbreyting vegna iðnaðar og íbúabyggðar og iðnaðarsvæði við Langeyri og jafnframt á bæjarskrifstofunni að Grundarstræti 1.

Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Súðavík.