Reglur um akstursþjónustu við íbúa í dreifbýli Súðavíkurhrepps

1. gr.
Markmið
Markmið þjónustunnar er að gera íbúum í dreifbýli Súðavíkurhrepps (Ísafjarðardjúpi) kleift að sækja þjónustu í Súðavík og á Ísafjörð.

2. gr.
Réttur til þjónustunnar
Rétt til þjónustu hafa:
a) þau sem hafa lögheimili í Súðavíkurhreppi og búa í dreifbýli hreppsins (Ísafjarðardjúpi)
b) þau sem eru ekki fær um (sjálf eða aðrir á heimilinu) að nota eigin farartæki vegna hás aldurs, veikinda eða fötlunar.   

3. gr.
Fyrirkomulag þjónustunnar
Þjónustunni er sinnt af aðila sem sér um póstflutninga í Ísafjarðardjúpi. Þjónustan er í boði þá daga sem póstferðir eru, sem eru þrír dagar í viku; mánudagar, miðvikudagar og föstudagar. Sá/sú sem óskar eftir þjónustunni skal hafa samband við verktaka sem sinnir akstrinum með a.m.k. dags fyrirvara til að panta ferð. Þjónustan felst í ferðum frá heimili viðkomandi til Ísafjarðar og til baka aftur. Miðað skal við að heildarfjöldi ferða yfir árið verði ekki fleiri en 40 fyrir hvern einstakling. 

4. gr.
Afgreiðsla og mat umsókna
Sækja skal um ferðaþjónustuna hjá félagsmálastjóra Súðavíkurhrepps.

5. gr.
Gjaldskrá
Notendur þjónustunnar greiða gjald fyrir hverja ferð sem er 1500 kr fyrir aðra leiðina, eða 3000 kr. fyrir ferð fram og til baka.

6. gr.
Gildistími
Reglur þessar gilda fyrir árið 2011. Reglurnar voru samþykktar í félagsmálanefnd Súðavíkurhrepps og í sveitastjórn Súðavíkurhrepps þann 12. janúar 2011.