Rannsókn á aðdraganda snjóflóða í Súðavík 16. janúar 1995

Búið er að samþykkja á alþingi þingsályktunartillögu um að setja saman rannsóknarnefnd sem fari yfir aðdraganda að snjóflóðum í Súðavík þann 16. janúar 1995. Við afgreiðslu á tillögunni greiddu allir viðstaddir, 38 alþingismenn, atkvæði með tillögunni. Er þar brugðist við erindi sem sent var forsætisráðherra sem lagt var fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis. Til langs tíma hefur verið ákall ættingja þeirra sem fórust í snjóflóðunum að óháð rannsókn á atburðinum fari fram. Verður nefndinni falið að fara yfir atriði sem snúa að almannavörnum og yfirvöldum í aðdraganda flóðanna m.a. m.t.t. snjóflóðavarna, skipulags byggðar, gerð hættumats og fleiri þátta. Fram kemur að nefndinni sé ætlað að birta niðurstöður sínar innan árs frá skipun. Sérstaklega er áréttað með tillögu nefndarinnar að ekki hafi komið fram neitt sem bendi til þess að neitt saknæmt hafi átt sér stað. 

Nánar um þetta á bb.is, ruv.is og mbl.is