föstudagurinn 28. apríl 2017

Syngjandi leikskólanemar

Í morgunmatnum í morgun, komu leikskólanemendur og sungu fyrir alla í skólanum, lagið buxur, vesti, brók og skór. Eins og sést á myndinni voru þau einnig búin að búa til buxur, vesti, brók og skó sem þau hengdu á snúru til sýnis. Það er óhætt að segja það þessir nemendur eru óhræddir við að koma fram, frábært verkefni í alla staði, kærar þakkir leikskólanemendur og leikskólastarfsmenn.

ţriđjudagurinn 21. mars 2017

Súđavíkurskóli gegn misrétti

1 af 3

Í dag, þriðjudaginn 21.mars er alþjóðadagur ljóðsins, alþjóðadagur Downs heilkennis og alþjóðadagur gegn misrétti. Súðavíkurskóla eins og öllum öðrum skólum hér á landi, var boðið að vera með í Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti. Við þáðum boðið og fórum út á skólalóðina, hönd í hönd og reyndum að búa til, spíral:) Með þátttökunni erum við að stuðla að útrýmingu mismunar, hvort heldur sem hún er á grundvelli útlits, uppruna eða einhverju öðru. Burt með misrétti.

fimmtudagurinn 16. mars 2017

Páskafrí

Páskafrí Súðavíkurskóla hefst mánudaginn 10.apríl n.k. almennt skólahald hefst aftur þrðjudaginn 18.apríl, samkvæmt stundaskrám, þetta á við um allar deildir, leik- grunn- og tónlistardeild.

 

Skólastjóri

Vefumsjón