ţriđjudagurinn 19. desember 2017

Gleđilega hátíđ

Kæru nemendur, foreldrar og aðrir góðir

 

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Með kæru þakklæti fyrir allt á árinu sem er að líða.

Skólinn byrjar aftur miðvikudaginn 3.janúar klukkan 8:00

 

Starfsmenn Súðavíkurskóla

mánudagurinn 11. desember 2017

Gítarkennara vantar

Okkur í tónlistardeild Súðavíkurskóla vantar gítarkennar við skólann.

Um er að ræða 25% kennslu, miðað við innritaða nemendur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 2.janúar 2018.

Helstu hæfniskröfur: Tónlistarmenntun eða reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með börnum. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.  Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Umsóknum skal skilað til skólastjóra á netfangið annalind@sudavik.is fyrir 22.desember n.k.

 

Anna Lind Ragnarsdóttir

skólastjóri

 

 

mánudagurinn 20. nóvember 2017

Dagur íslenskrar tungu

Síðast liðinn fimmtudag, 16.nóvember er Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Nemendur og kennarar Súðavíkurskóla komu saman á sal skólans og þar var m.a. voru lesin ljóð og sögur og auðvitað sungið. Þessi viðburður er alltaf jafn skemmtilegur og alltaf gaman þegar allir taka þátt.

Vefumsjón