mánudagurinn 14. október 2019

Íţróttaviđburđir

Föstudaginn 4.okt sl, komu um 70 krakkar frá Flateyri, Suðureryri og Þingeyri hingað til okkar í Súðavíkurskóla. Allt voru þetta nemendur úr 1.-7.bekk ásamt fylgdarliði. Nú var komið að okkur að halda ,,Öðruvísileikana,, sem eru ekki hefðbundnir íþróttaleikir heldur blandaðir leikir fyrir alla. Við buðum upp m.a. upp á ratleik þar sem nemendur leystu hinar ýmsu þrautir, síðan voru leikir eins og frútsalat, skottaleikur og hlaupa í skarðið. Að leikum loknum var öllum boðið upp á pylsur og meðlæti. Það var gríðarlegt fjör og allir virtust glaðir og sáttir með leikana. Við þökkum kennurum og nemendum fyrir komuna og vonum að allir hafi verið sáttir.

Vefumsjón