Líkamsræktin á Langeyri gjaldfrjáls
Líkamsrækin á Langeyri verður gjaldfrjáls í verkefninu Heilsueflandi Súðavíkurhreppur.
Sækja verður um aðgang hjá skrifstofu Súðavíkurhrepps.
Gestir líkamsræktarinnar eru beðnir um að ganga vel frá eftir sig, setja hvert lóð á sinn stað og þrífa aðeins eftir sig ef þurfa. Áhöld, tuskur og hreinsiefni verða á staðnum.
Aldurstakmark verður 18 ára - yngri iðkendur verða að vera í samfylgd með forráðamanni.