Sitemap
TextSizeButtonSmall TextSizeButtonMed TextSizeButtonBig
Valmynd2
lifid
« 2020 »
« Ágúst »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          
lifid
Facebook Skolastarfsemi Skolar dagskra
Utgefid efni
mánudagurinn 10. ágúst 2015

Ţakkir fyrir frábćra helgi

Eftir dásamlega Bláberjahelgi og ákaflega vel heppnað 10 ára afmæli Raggagarðs er þakklæti og gleði fyrst og fremst í huga. 

Dagarnir eru líklegast þeir fjölmennustu sem haldnir hafa verið, dagskráin var fjölbreytt, vegleg og metnaðarfull og fjöldin allur af sjálfboðaliðum kom að framkvæmdinni.

Afmæli Raggagarðs stendur upp úr helginni, þvílík gleði og stemning, og veðrið í samhengi við elsku guðanna á garðinum, fullkomið.

Hafið þakkir fyrir þið sem stóðu vaktina og skreyttuð þorpið, skipulögðuð tónleika og söngkeppni, buðuð í mat og máluðu andlit,  héldu sýningar og íþróttamót, fóruð í fjallgöngur og hélduð utan um Bláberjamessuna. Svo fátt eitt sé nefnt.

Án ykkar væru engir Bláberjadagar. Ykkar er dýrðin.

Takk fyrir komuna, sjáumst  að ári!

 

Pétur G. Markan

Sveitarstjóri

Vefumsjón