mánudagurinn 7. desember 2015
Skólahald fellt niður í Súðavíkurskóla þriðjudaginn 8. desember.
Skólaráð Súðavíkurskóla kom saman eftir hádegi í dag og ákvað á fundi sínum að fella niður allt skólahald á morgun, þriðjudag, vegna yfirvofandi ofsaveðurs.
Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissuástandi á landinu öllu, en slíkt ber að taka alvarlega og af ábyrgð.
-Sveitarstjóri.