sunnudagurinn 11. janúar 2015
Minningarstund í Súðavíkurkirkju
Minningarstund verður haldin í Súðavíkurkirkju föstudaginn 16. janúar, en þá verða 20 ár liðin síðan snjóflóð féllu á byggð í Súðavík. Minningarstundin hefst kl. 19:30
Sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, sóknarprestur Súðavíkurhrepps, mun halda utan um stundina.
Sr. Magnús Erlingsson mun flytja hugvekju.
Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps verður með stutt ávarp.
Sigrún Pálmadóttir, sópransöngkona og Örn Elías Guðmundsson, tónlistarmaður, verða með tónlistarflutning.
Eftir stundina verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi á veitingastaðnum Jóni Indíafara.
Súðavíkurhreppur og sóknarnefnd Súðavíkurkirkju.