þriðjudagurinn 14. mars 2017
Matvöruverslun Súðavíkurhrepps / Kaupfélagið er til sölu
Matvöruverslun Súðavíkurhrepps ehf sem gengur undir nafninu Kaupfélagið er til sölu.
Fyrirtækið er í fullri eigu Súðavíkurhrepps.
- Kaupfélagið er lítil, falleg og vinaleg matvöruverslun í Súðavík, með margskonar hlutverk.
- Kaupfélagið er kaffihús, sem bakar bakkelsi og kruðerí ofan í heimamenn og gesti.
- Kaupfélagið er bókasafn Súðavíkurhrepps, bækurnar prýða veggi búðarinnar með tilheyrandi vísdóm og fegurð. Bókasafnið er rekið samkvæmt samningi við Súðavíkurhrepp.
- Kaupfélagið er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á svæðinu, starfrækir hana samkvæmt samningi við Súðavíkurhrepp.
- Kaupfélagið er fullbúinn veitingarstaður, sem kallast af heimamönnum Jón Indíafari, og býður eftir að elda mat ofan í heimamenn og gesti.
- Kaupfélagið þjónustar Orkuna, eldsneytissölu á planinu, samkvæmt samningi við sama fyrirtæki.
- Kaupfélagið sér um mötuneyti Súðavíkurskóla allt skólaárið, samkvæmt samningi við Súðavíkurhrepp.
- Kaupfélagið er spennandi verkefni fyrir áhugasama einstaklinga, sem vilja samþætta spennandi verkefni í uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu, við rólegan og fjölskylduvænan stað.
Frekari upplýsingar gefur sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.