Kalkþörunganám í Ísafjarðardjúpi - Auglýsing um tillögu að matsáætlun
Kalkþörunganám í Ísafjarðardjúpi
Auglýsing um tillögu að matsáætlun
Íslenska kalkþörungafélagið kynnir hér með tillögu að matsáætlun vegna kalkþörunganáms í Ísafjarðardjúpi. Tillagan er unnin af VSÓ Ráðgjöf og Jarðfræðistofu Kjartans Thors.
Í tillögu að matsáætlun er m.a. gerð grein fyrir eftirfarandi:
• Hvernig staðið verður að vinnu vegna mats á umhverfisáhrifum
• Helstu áhrifaþáttum framkvæmdarinnar
• Umhverfisþáttum sem kunna að verða fyrir áhrifum
• Gögnum og rannsóknum sem lögð verða til grundvallar matinu
Tillagan er aðgengileg á heimasíðu VSÓ Ráðgjafar, www.vso.is og hér. Senda skal skriflegar athugasemdir eða ábendingar um tillögu að matsáætlun á netfangið audur@vso.is eða VSÓ Ráðgjöf (b.t Auður Magnúsdóttir), Borgartún 20, 105 Reykjavík
Frestur til að senda inn ábendingar er til 2. júní n.k.