föstudagurinn 10. apríl 2015
Íbúafundur miðvikudaginn 15. apríl kl. 20 í Súðavíkurskóla
Íbúafundur verður haldin miðvikudaginn 15. apríl kl. 20 í Súðavíkurskóla.
Efni fundarins verður svofellt:
1. Verslun í Súðavík.
2. Skýrsla uppbyggingar innviða í Súðavík v/ Kalkþörungaverksmiðju
3. Önnur mál.
Ráðgert er að fundurinn taki ekki meira en tvo tíma.
Kaffi, kleinur og uppbyggilegar umræður um framtíð Súðavíkur.
-Sveitarstjóri