Sitemap
TextSizeButtonSmall TextSizeButtonMed TextSizeButtonBig
Valmynd2
lifid
« 2020 »
« MaÝ »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
lifid
Facebook Skolastarfsemi Skolar dagskra
Utgefid efni
sunnudagurinn 19. jan˙ará2020

15. jan˙ar 2020

Lokun S˙­avÝkurhlÝ­ar
Lokun S˙­avÝkurhlÝ­ar
1 af 2

Ágætu íbúar Súðavíkurhrepps.

Síðastliðinn miðvikudag, raunar aðfararnótt miðvikudagsins 15. janúar 2020 var ég ræstur af fulltrúa Almannavarna á norðanverðum Vestfjörðum. Þar sem ég fór óvenju snemma að sofa um kvöldið til þess að vera undirbúinn undir fund sveitarstjórnar hafði ég ekki séð fréttir kvöldsins 14. janúar af atburðum á Flateyri og Suðureyri. 

Það var talsvert óraunverulegt að fá þetta símtal um flóð yfir varnargarðinn á Flateyri og fréttir af óvissu í kjölfar þess að fimm lentu í flóðinu og að mikið eignatjón hafi orðið. Þá sama að þetta hafi verið tvö flóð og að annað hafi valdið flóðbylgju á Suðureyri. Skyggni var ekkert um nóttina og talsverð ófærð í þorpinu hér í Súðavík.

Skilaboðin voru þau frá aðgerðarstjórn á Ísafirði að það væri hættuástand í gamlaþorpinu í Súðavík og að ekki mætti hleypa neinum til vinnu þar og reyna að passa að engin umferð væri lengra en að brú við Eyrardal. Sem sveitarstjóri er ég yfirmaður almannavarna hér í þorpi og þar með hreppnum öllum. Þá er ég í hlutverki í aðgerðarstjórn á Ísafirði en ég átti ekki heimangent þar sem hlíðin var lokuð. Enda nærtækara að ég væri hér ef eitthvað gæti bjátað á hér þrátt fyrir að vita um eigin takmörk. Þá er mikilvægt að þekkja fólkið á staðnum og geta haft samband. 

Ég er ekkert að mála þetta sterkari litum en það er - svona eru hlutirnir og þetta er hugsað öllum hér til heilla og til þess að hafa miðlæga stjórn til þess að hafa eitthvað utanumhald um stjórn á aðstæðum eftir því sem unnt er. Öllum má vera ljóst að hér var allt lokað, bæði Súðavíkurhlið og um Djúp og yfir heiðar þar. Veður var slæmt um nóttina og skyggni ekkert. 

Til þess að draga saman þá atburði sem ég stóð frami fyrir var að ræsa út eitthvað af fólki en ekki að valda neinu óðagoti hér enda ekkert vitað um stöðu mála. Fyrstu aðilar sem ég hringdi í um nóttina, meðan ég var sjálfur að vakna og ná áttum, svöruðu ekki - líklega og vonandi í fasta svefni. Þá var yfirmaður björgunarsveitar sjálfur veðurtepptur en ég gat komist í samband við þá sem voru næstir og kom þar til aðstoð frá manneskju sem ég ræsti út um miðja nótt. Það skipti öllu fyrir mig til að ná sambandi við einhvern til að sinna þessu með mér og koma boðum til þeirra sem voru líklegir til að eiga erindi yfir í gamla þorpið. Þar er jú aðal starfsemi atvinnu sem tengist fiskvinnslu á staðnum og talsvert af starfsfólki átti því eftir að mæta til vinnu í miðri viku. 

Það sem sló mig þó talsvert um nóttina var að ég mundi eftir því að hafa haft af því fregnir daginn áður að fólk væri í gamla þorpinu, í janúar með þessa spá og það ástand sem við stóðum frami fyrir. Það var boðað óvissuástand og lokanir á vegum og skýr fyrirmæli um að enginn ætti að vera á þessum stað þangað til búið væri að meta ástand og snjóalög fyrir ofan gömlu byggðina.

Þetta leystist þó áður en dagurinn fór í gang - búið var að koma þeim sem voru í gamla þorpinu af svæðinu yfir í nýja þorpið þar sem ekki var talin ástæða til þess að gera ráðstafanir. Og við náðum að koma í veg fyrir óþarfa umferð yfir í gamla þorpið, raunar með því að banna fólki að fara til vinnu. Enginn gerir slíkt að gamni sínu eða léttúð. 

Það sem ég vil fara með þessum pistli er að skora á þá sem vita um umferð í þorpinu yfir vetrarmánuði - þ.e. ef einhver er að gista þar yfir nótt utan þess tíma sem það er leyfilegt með vísan í þær takmarkanir sem um gilda. Það er ekki mitt hlutverk, sveitarstjórnar eða annarra hér í þorpi að hafa eftirlit með gömlu byggðinni. Það er hlutverk lögreglu að halda uppi lögum og reglu og koma í veg fyrir slík brot á reglum og afstýra óþarfa hættu.

Það ber að virða þessar takmarkanir enda vita allir hvernig þeir gengu til leiks þegar þeir keyptu eignir í þessum hluta, verð og þjónusta helst í hendur auk þess sem kvöð er á um hversu leyfilegt er að hafa þar næturstað. Ég mun ekki fara í margar kannanir á því hver gistir þar í óleyfi yfir vetrarmánuði en mun koma ábendingum til lögreglu. Það á enginn tilkall til þess að setja aðra í hættu við það að leita og sækja inn á svæðið ef slíkt ástand skapast. Það er algert lágmark að láta vita af sér - melda sig inn og út af svæðinu og víkja þaðan ef spá er með þeim hætti sem var hér sl. vikur.

Þetta er ekki umsemjanlegt og er síst innlegg í það að fá lengdan tíma til að dvelja í gamla þorpinu líkt og erindi bera með sér sem beint hefur verið til Súðavíkurhrepps. Það gengur algerlega gegn öllu þvi sem um gildir og verður síst til þess fallið að vera slíkum erindum til framdráttar. Brot á þessum reglum eru algert virðingarleysi við þá sem hér hafa kosið að búa eftir að byggðin var færð og keypt upp af Ofanflóðasjóði með þeim reglum sem settar voru í kjölfarið.

Hér er ekki fjölmennt lið eða viðbragð til þess að sinna löggæslu og halda uppi þjónustu til þess að tryggja öryggi þeirra sem kjósa að sveigja reglurnar og dvelja í gömlu byggðinni á þeim tíma sem það er forboðið. Þetta megið þið vita þegar Súðavíkurhlíð er lokuð, lokað um Djúp og ekki er flugveður fyrir áætlunarflug, sjúkraflug eða jafnvel þyrlu. Höfnin í Súðavík er ekki skipgeng til þess að koma að neinu sem nokkru nemur ef aðstæður skapast þar sem þarf að bregðast við. 

Það er fundur næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20:00 með þeim sérfræðingum og viðbragðsaðilum sem geta svarað spurningum. Þeir sem hafa ákveðið að dvelja í gömlu byggðinni yfir vetrartímann eru sérstaklega hvattir til að mæta og koma með rök fyrir því að eiga kost á björgum og viðbragði hyggist þeir brjóta gegn reglum um dvöl í byggðinni. 

Mér er frekar óljúft að skrifa svona pistil og mega flestir vita að ég vil frekar skrifa og tjá mig um það sem er ánægjulegt hér á stað og í samfélaginu. Þið öll getið hjálpað til við að það verði þannig áfram og að sjálfsögðu eru nánast allir á því að farsælast er að fara að reglum og meta eigið öryggi ofar afstöðu til þess sem er rétt og rangt. 

Með kærri kveðju,

Bragi Þór Thoroddsen

Vefumsjˇn